Monday, March 19, 2007

Skóli?

Í dag var fyrsti kennsludagurinn í rúma viku.

Vaknaði snemma morguns, ekkert alltof áköf í að drífa mig í skólann svo árla dags.
Þegar ég var búin að vera vakandi í 10 mínútur, og klæða mig í einn sokk, fékk ég skilaboð þess efnis að kennarinn sem kenna átti fyrstu tvo tímana væri veikur.
Klæddi mig aftur úr sokknum og hélt áfram að sofa í þessa tvo tíma.

Vaknaði aftur og fór í skólann síðla morguns. Hitti þar bekkjarfélaga mína eftir langan aðskilnað (heila níu daga). Við biðum spennt eftir að fá loksins að mæta í tíma.
Þegar 20 mínútur voru liðnar af áætluðum kennslutíma og enginn kennari mættur, ákváðum við að grafast fyrir um málið, og héldum í hópferð uppá skriftofu. Þar fengum við símanúmerið hjá umræddum kennara. Hann kvaðst afar veikur. Svo veikur að hann hyggur ekki á endurkomu fyrr en eftir páskafrí.

Inntökuprófavikan hefur greinilega tekið mjög á hjá sumum.

Hálfgerð paranoja greip um sig hjá sumum bekkjarfélögunum, þar sem þeir sáu framá að þurfa að skipuleggja enn einn daginn (þann tíunda í röð) uppá eigin spýtur.

Sjálf ákvað ég að fara á skóveiðar. Það gekk nú ekki betur en svo að ég kom heim með þessi fínu gúmmístígvél.
Á ekki örugglega að vera rigning í sumar?

Skilaboð til skóframleiðenda:
Hvernig væri nú að búa til skó sem eru eins og lappir í laginu.

Í dag á elsta systirin afmæli.
Til hamingju með daginn Hugrún.