Er langt til útlanda?
Nú bý ég í útlöndum.
Ég er jafnlengi að fara með flugi til Íslands og það tekur að fara með Herjólfi milli lands og Eyja.
Það kostar álíka mikið fyrir mig að fljúga frá Útlandinu til Íslands og frá Egilsstöðum til Reykjavíkur.
Hvernig væri nú að pæla í bættum samgöngum á stór-Íslandssvæðinu. Og þá er ég ekki að tala um vegagerð. Það á alltaf eftir að taka heilan vinnudag að keyra frá höfuðborginni austur á land. Alveg sama hvað vegurinn verður góður.
Af hverju verður allt brjálað þegar olíufélög eru staðin að verðsamráði, en enginn segir neitt þegar samkeppni á innanlandsflugi er bókstaflega drepin. Sbr. útreið Íslandsflugs á sínum tíma. Þá þótti engum tiltökumál þó Flugfélag Íslands lækkaði skyndilega verð á samkeppnisleiðum um helming og bætti jafnvel við flugum, sem voru þá sett á svipaðan tíma og samkeppnisaðilinn hafði sín daglegu flug. Hvar var samkeppnisráð þá?
Nú skilst mér að ákveðið flugfélag hafi sýnt áhuga á að hefja samkeppni á innanlandsflugi. Og hvað er gert til að greiða leið þessa ágæta félags? Finnst fólki einokun á þessum markaði bara alltílæ? Ætti ekki samgönguráðuneytið líka að greiða götu (eða loftleið) þeirra sem búa lengst frá höfuðborginni? Byggðastefna?
Eins og staðan er í dag er semsagt ekkert lengra til Útlanda, heldur en Vestmannaeyja eða Egilsstaða.
Ég er semsagt á leiðinni til landsins ísa á miðvikudaginn til að vinna smá.
Sjáumst þá.
<< Home