Monday, February 25, 2008

Skúta

Jæja. Ekki vann Guluhanskalagið. Lagið sem vann er reyndar fínt. Það vantar bara tvennt til að það eigi séns á að fá stig í Útlöndum:
Frumleika og húmor.
En iss. Þetta er hvort eð er bara keppni fyrir kjeeellingar og kynvillinga.

Dreymdi um helgina að ég hefði fengið vinnu við að flytja seglskútu frá Ástralíu til Íslands. Þetta var ekki fíkniefnaskúta, heldur höfðu vel stæð eldri hjón fest kaup í skútunni, og vildu fá hana flutta til Íslands. Mitt verkefni var að vera í skútunni og hjálpa til við siglingar. Siglingakunnátta var ekki skilyrði. Um leið og mér var boðið þettta starf, var mér tjáð að ég færi til Ástralíu á morgun og það átti að taka nokkuð margar vikur að sigla skútunni norður um höf. Frábær vinna!

Ef einhver þarna úti hafði hugsað sér að bjóða mér svona vinnu, þá vil ég biðja viðkomandi að hafa samband.
Ég get samt ekki byrjað á morgun. Þá er skóli. Og lúðratónleikar.