Núlifandi
Tókst um helgina að ná upp töpuðum svefni og vel það. Það var gott.
Fór í tréblásarahóptíma í dag. Það var stuð.
Eftir að verkið mitt var spilað fór í gang smá umræða um kosti þess að spila verk eftir núlifandi tónskáld. Þá er hægt að spurja það um ýmsa hluti og þannig. En tónskáld flestra verka sem tekin eru til flutnings eru jú dáin.
Í kjölfarið á þessari umræðu var mér óskað til hamingju með að vera núlifandi.
Þetta er með sérstökustu hamingjuóskum sem ég hef fengið.
<< Home