Tuesday, January 22, 2008

Gleði, undrun og ferðalag

Gleðifregnir dagsins: Ákveðið hefur verið að fresta flutningi á ruslstykkinu sem við erum að æfa í lúðrasveitinni hér ytra. En það verður þó flutt síðar, þar sem sveitin hefur skuldbundið sig til þess. Bömmer. Gaurinn fékk styrk til að skrifa þetta rusl. Þvílík peningasóun.
Í staðin fyrir ruslstykkið fengum við annað nýlegt stykki eftir hérlent tónskáld sem er mjög flott.
Gaman að því.

Undrunarefni dagsins: Stúlka ein sem er í fyrsta bekk í tónsmíðadeildinni hefur tekið sér hlé frá námi út þessa önn. Kemur verulega á óvart þar sem hún hefur verið jákvæðasta manneskja deildarinnar frá upphafi skólaárs. Kannski hefur hún jákvæðast yfir sig. Hver veit.
Þar með hefur virkum tónsmíðanemum fækkað í 11.

Ferðalag á morgun.