Thursday, May 22, 2008

Í útvarpinu

Verkið mitt fyrir hörpu og slagverk var flutt í heild sinni í Hlaupanótunni á rás eitt í gær. Kallinn í þættinum segir reyndar að þetta sé brot úr verkinu, en það er bull. Þetta er allt verkið.
Þannig að ef ykkur, æstu aðdáendur, langar að heyra það, þá er það hægt á ruv.is.
Ef þið viljið hins vegar frekar vera á tónleikum þar sem verkið verður flutt (mæli með því), þá skilst mér að það verði hægt í Hafnarfirði 31. maí og á Sólheimum 12. júlí. (Held að þetta séu réttar dagsetningar, þori samt ekki að hengja mig uppá það).