And-félagslegi dagurinn
er að takast gríðarlega vel. Tókst að gera fullt af hlutum sem ég hélt myndu taka marga daga. Þar á meðal læra vikuskammtinn og ná í manneskju símleiðis sem ég var farin að halda að hefði einsett sér að svara ALDREI aftur í símann.
Afar árangursríkt. Mæli með þessu.
Þessar vikurnar er verið að gera húsið sem ég bý í fínt að utan. Það á að pússa, spasla og mála (vonandi ekki bleikt - aftur. Það er bjánalegt að búa í bleiku húsi). Að því tilefni er búið að setja stillansa utaná húsið, og tjalda stillansana af með hvítu neti. Þetta gerir það að verkum að í hvert skipti sem maður lítur út um gluggann án andlegs undirbúinings hugsar maður: "Sjitt! Snjór!.... nei, djók, net..." Pínu asnalegt og þreytandi til lengdar. Svona er örugglega að vera gullfiskur. Spurning um að hafa dregið fyrir gluggana þangað til framkvæmdum líkur.
Stillansarnir bjóða upp á þann möguleika að nú er hægt að komast út um gluggann, sem opnast einsog dyr, og stytta sér þannig leið út á götu þó maður búi á sjöttu hæð.
En það er örugglega bannað.
<< Home