Sunday, September 07, 2008

Morgundagurinn

Félagsleg virkni hefur verið með meira móti síðan ég kom til Útlandsins eftir sumar í heimalandinu. Maður er rétt búinn að koma heim til sín til að sofa, og þá ekkert endilega í neitt mjög marga tíma. Að þessu tilefni mun and-félagslegi dagurinn haldinn hátíðlegur á mínu heimili á morgun. Dagurinn mun verða vel (vondandi) nýttur í ritstörf (fyrir skólann), þvotta (fyrir mig) og endanlegt skipulag á stundaskrá komandi skólaárs og reddingar af ýmsu tagi (fyrir eigin geðheilsu).

Á morgun ætla ég semsagt mest að hugsa eigið sjálf, smá um skólann og helst ekki fara útfyrir dyr (enda spáð rigningu).

Gleðilegan and-félagsdag (á morgun).