Sunday, January 11, 2009

Jólatrésskemmtun og stríð

númer 3 var í dag. Þá er bara ein eftir. Á morgun.

Missti víst af svaka hasar á einni slíkri skemmtun í gær. Hjá frímúrurum.
Þar mætti fólk til að mótmæla ástandinu á Gaza. Og hvað ákváðu mótmælendur að gera? Jú, búa til svipað ástand í sínum heimabæ. Það var semsagt brotin rúða, og síðan sprengdir flugeldar. Innum gluggann. Á jólatrésskemmtun þar sem fyrir voru um 200 börn!
Frábær leið til að mótmæla krakkar.
Frábært.
Sem betur fór var skemmtunin á annarri hæð hússins þannig að fólk innandyra skaðaðist ekki af þessum sökum. Þegar löggan kom voru mótmælendur sumir komnir inn, þannig að táragasinu var sprautað á mannskapinn. Það þurfti svo að lofta út áður en hægt var að sleppa jólatrésskemmtana-gíslunum út.

Hér með er ég formlega á móti mótmælendum.
Læti skapa bara meiri læti sem skapa meiri læti sem skapa meiri læti... og svo framvegis.

Héðan í frá ætla ég að mótmæla mótmælum með því að vera heima og gera ekkert. Þannig legg ég mitt að mörkum til að draga úr látum heimsins.