Nýtt plan
Stundaskráin mín inniheldur öllu færri tíma en síðastliðin ár. Eða fjögur fög. Þar af tvö sem eru á nákvæmilega sama tíma þannig að ég get bara mætt í annað, og eitt sem gekk eitthvað erfiðlega að finna kennara í, þannig að það verður sennilega kennt í þremur námskeiðum síðar á önninni.
Eftir standa því tveir kúrsar. Samtals þrír klukkutímar í viku. Plús einkatímar hjá þremur mismunandi kennurum.
Ég hef svosum nóg að sýsla. Það er ekki það. Þegar hér er komið við sögu í náminu er bara ætlast til meira frumkvæðis nemenda. Þannig að nú er þörf fyrir að gera gott plan, sem aldrei fyrr, svo maður lendi ekki í að sitja með hendur í vösum alla önnina og ætla svo að gera ALLT daginn fyrir sumarfrí.
Ætlaði að nota daginn í dag til að gera hið fullkomna plan fyrir næsta eina og hálfa árið.
Mér tókst ekki einu sinni að skipuleggja morgundaginn almennilega.
Ótrúlega lélegur árangur.
En ég spilaði hins vegar á einni jólatrésskemmtun í dag. Og einni í gær. Ekki á sama hljóðfærið, þannig að ég var að sjá nóturnar mínar í fyrsta skipti í bæði skiptin.
Stemming.
Þá eru bara tvær jólatrésskemmtanir eftir.
Jeij.
<< Home