Friday, December 19, 2008

Bæ blái bíll

Hitinn í húsinu komst í lag í gær, en hálkan var víst ekki alveg farin.

Föður vorum tókst allavega að rúlla bifreið sinni útí móa, 1,25 hring, hvar hún endaði sinn starfsferil. Bíllinn er semsagt alveg í maski, allar rúður brotnar og allt beyglað, er mér sagt. Er ekki búin að sjá gripinn.
Faðirinn slapp hins vegar allskostar ómeiddur. Fékk pínulitla skrámu á kinnina og glerbrot í hárið. Mjög vel sloppið miðað við afdrif bílsins myndi ég segja.

Búið að moka oní skurðinn fyrir utan húsið, þannig að nú kemst maður út eins og ekkert sé.

Hér eru því allir glaðir.
Nema blái bíllinn.
Hann er dáinn.