Sunday, November 23, 2008

Stress

Það má með sanni segja að þessi helgi hafi verið andstæða síðustu helgar hvað varðar svefnmunstur. Eyddi meirihlutanum af síðustu helgi í bælinu, þessa helgina er ég búin að sofa innan við 6 tíma.
Taugaveiklunin náði hámarki þegar ég spratt fram úr rúminu klukkan hálfsex í gærmorgun til að gera verkefni. Klukkan hálfsex á laugardagsmorgni... þá er maður stressaður. Var dugleg allan daginn og fór svo á Jethro Tull tónleika, heimsótti öldurhús og fór í eftirpartý.
Afkastamikill (og laaangur) dagur og frábært kvöld!
Vaknaði svo í dag eftir örfárra tíma svefn.
Snemma að sofa í kvöld. Ójá.
Burtséð frá stress-hámarkinu var þetta hin ágætasta helgi.
Sú síðasta í Útlandinu fyrir jólafríið.