Wednesday, November 19, 2008

Málimál... eða ekki

Var litið út um gluggann í upphafi vikunnar. Og skyndilega fannst mér ég sjá óvenju skýrt. Allt var miklu meira í fókus en venjulega. Mjög skrítið. Þangað til ég fattaði að það var búið að taka netið sem hefur hangið utaná vinnupöllunum nánast síðan ég kom hingað eftir sumarleyfið.
Degi síðar voru vinnupallarnir farnir líka. Þessir pallar voru upphaflega settir upp til að spasla og mála húsið að utan. Það átti að taka 2-3 mánuði, og nú eru jú einmitt þrír mánuðir síðan pallarnir voru settir upp.
Einhvernvegin finnst mér samt að það hafi eitthvað gleymst í þessum framkvæmdum.
Einsog til dæmis að mála...
Spes.

En allavega. Búið að vera geðsýkislega mikið að gera síðustu daga. Var að kenna í gær og fékk útlenska péninga að launum (éss) og er þessa stundina að rembast við að klára lokaverkefni, sem ætti að gefa af sér þónokkuð margar námseiningar (sem er einmitt forsenda fyrir efnahagslegu öryggi á næstu önn - þannig að eins gott að maður nái).

Skilaboð til Sóleyjar:
Þurfti að fresta tónleikunum fram í júní, þannig að taktu frá helgina ellefta til þrettánda júní; tónleikar mánudaginn 14.
Tvöþúsundogtíu altso. (Um að gera að skipuleggja sig)