Monday, January 19, 2009

Tölvumál

hafa verið ofarlega í mínum huga síðustu vikuna.
Tölvan mín litla er farin að hökta óþarflega mikið. Er nú búin að gera allt sem mér dettur í hug til að laga það, og gott betur. Vitandi = ekkert um tölvudót er kannske ekkert skrítið að ég hafi ekki getað lagað þetta sjálf. Er búin að henda tugþúsundum megabæta af óþarfa skrám og forritum sem ég þarf ekkert á að halda, bæði innan og utan alnetsins, hreinsa harða diskinn og afþýða, og leyta að veirum með þar til gerðu forriti. Án gríðarlegs árangurs.
Eitthvað hefur þetta jú lagast. Alnetið virkar sem aldrei fyrr - eftir að það er búið að koma sér í gang, sem getur tekið dágóða stund. En eitthvað hökt er enn í gangi. Sérstaklega þegar kemur að hljóði. Þetta er samt sennilega ekki hljóðkortið þar sem músin höktir líka í sínum hreyfingum. Eftir að hafa talað við ýmsa aðila um tölvur hef ég fengið nokkrar hugmyndir um hvað gæti verið að.
Þetta eru hugmyndirnar sem ég man í augnablikinu:
-Vinnsluminnið gæti verið að gefa sig. Ef svo er borgar sig alveg örugglega ekki að láta gera við það.
-Litlir vírusar gætu hafa tekið sér bólfestu í hinum ýmsustu afkimum. Það væri hugsanlega hægt að laga með því að strauja allt draslið og setja upp á nýjan leik. Sú aðgerð hugnast mér ekkert alltof vel. Finnst of líklegt að eitthvað fari úrskeiðis og dót týnist í aðgerðinni (er samt alveg búin að taka afrit af því sem ég þarf að eiga).
Geri mér líka grein fyrir að tölvur eru hlutir sem virka ekki endalaust. Og mín er búin að gera sitt gagn í næstum fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa verið fengin á lítinn péning og vera með lítinn harðan disk.
Hugsa því að ég reyni að fjárfesta í nýrri á næstunni. Þykir fýsilegri kostur að gera það áður en gamla tölvan hættir alveg að virka. Svo getur alltaf komið sér vel að eiga aukatölvu, þó hún virki ekki alveg sem skyldi.
Þetta voru aðal-hugleiðingar vikunnar.

Það sem hefur gerst annars er:
-Ballett-tal
-Skólahljómsveitar-afleysing (norsk börn eru verr upp alin en ALLT).
-Smá próf í að veifa með prik í annarri hendinni.
-Skipulagning framtíðarinnar (eilífðarverkefni)
-Besti bjór í heimi.
-Túbu-tal
-Sjónvarp heimilisins tengt. Án míns samþykkis. 13 sjónvarpsstöðvar í boði.
-Fljúgandi pulsa utan úr geimnum. Í brauði.
-Kampavínspartý.
-Íslendingar í bænum.
-Eyrnatappatónleikar.