Friday, February 06, 2009

Neeeei!!!

Ekki Kaupfélagið!

Einhvurra hluta vegna hef ég gjarnan staðið á þeirri meiningu að Kaupfélagið yrði það síðasta í öllum heiminum til að fara á hausinn. Það var greinilega röng meining. Eða er heimsendir kannski í nánd?
Fyrst Kaupfélagið getur farið á hausinn, þá hlýtur allt að geta gerst.
Og þá meina ég ALLT.

Fjárhagsleg staða undirritaðrar er hins vegar með besta móti. En ég á ekki alveg nóg til að redda Kaupfélaginu. Því miður.

Er annars búin að vera eitthvað slöpp undanfarna viku. Held ég. Ekkert mjög veik, en eitthvað skrítin.

Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað gæti verið að:
-Smávægileg veiki af ókunnum uppruna
-Síþreyta
-Þynnka (frekar ólíklegt þar sem takmarkað magn af áfengi hefur farið inn fyrir mínar varir síðustu vikuna).
-Heilarýrnun, sökum neyslu á meintri megrunarvöru (varð allt í einu rosa hrifin af morgunkorninu Sérstöku Ká-i. Enginn veit hví)
-Lækkun líkamshita í kjölfar ómanneskulega mikils frosts utandyra

... eða kannski er ég bara eitthvað rugluð inní hausnum mínum.