Eitt enn
Gleymdi einu í upptaliningunni í gær:
-Snjór.
Og alveg slatti af honum.
Snjór er ávallt til trafala í stórborgum. Samgöngur fara úr skorðum og enginn kemst neitt á réttum tíma. Svo breytist snjórinn í slabb, drullu, drullupolla og drullutjarnir við víðförlar götur. Það er líka dáldið hált þannig að gamalt fólk og annað fólk sem er ekki vant slíku (sem eru næstum allir) dettur á hausinn.
Fúlt.
Annars átti ég víst afmæli í dag. Fékk gjafir á lúðrasveitaæfingunni. Í Útlöndum á maður afmæli miklu oftar.
Þess vegna passar örugglega prýðilega að halda upp á fertugsafmælið sitt síðar á árinu. Miðað við fjölda afmælisdaga síðustu árin.
<< Home