Dös og breytt plön
Þessi vika hefur skipst jafnt milli þreytu og dasa. Hef verið dugleg að drekka bjór. Annan hvern dag. Verið þreytt daginn eftir og farið ósiðsamlega snemma að sofa, og því verið dösuð daginn þar eftir sökum of mikils svefns. Í dag er dasaður dagur.
Í næstu viku er inntökuprófavika í skólanum. Þá vikuna er ekki mælt með að núverandi nemendur skólans séu mikið að flækjast þar, þar sem tilvonandi nemendur þurfa að hafa óheftan aðgang að salarkynnum og kennurum skólans. Hef því hugsað mér að nota næstu vikuna í að tónsmíða fullt og gera önnur skólatengd verkefni. Þar er á ýmsu að taka. Spurning um að gera Plan.
Annars hafði ég líka hugsað mér að nýta páskafríið í heimavinnu. Gerði það í fyrra. Var heima í Útlandinu, var þvílíkt dugleg og hafði það huggulegt þess á milli. Afbragð.
Það plan hefur hins vegar breyst. Núverandi páskaplan hljóðar uppá tæplega tveggja vikna ferð um Evrópu.
Áfangastaðir: Berlín, Prag og Mílanó
Markmið: Smakka bjór á skipulegan hátt.
Verður eflaust gaman.
Komandi helgi fer í lúðra-æfingar, sem og aðrar helgar í þessum mánuði. Síðustu helgi mánaðarins er nefnilega Keppnin í Þrándheimi.
<< Home