Wednesday, March 11, 2009

Kvikmyndir vikunnar

Hef verið óvenju dugleg að sækja kvikmyndahús bæjarins heim upp á síðkastið. Er reyndar að verða svo ótrúlega snobbuð að ég fer helst ekki í bíó nema um "sérstakar" sýningar sé að ræða, og borga helst ekki aðgangseyri.

Fór á "leynifrumsýningu" í Noregi á einni ammrískrí mynd (Gran Torino) á sunnudaginn, og í gær sat ég "fyrirmennafrumsýningu" á myndinni Karlar sem hata konur, sem gerð er eftir samnefndri bók Stieg Larsson. Væntingar til þessarar myndar voru gríðarlegar. Allir virðast hafa lesið bókina, og fyrirfram taldi fólk að myndin væri jafnvel betri en bókin. Nú hef ég reyndar ekki lesið bókina, en þori þrátt fyrir það nánast að fullyrða að bókin er betri. Myndin er ágætis afþreying, en ekkert meira en það. Leikarar standa sig reyndar afbragðsvel (sem er næstum ótrúlegt miðað við að leikararnir eru sænskir og leikstjórinn er danskur - og enginn skilur dönsku), en það eru takmörk fyrir því hversu vel er hægt að gera mörgum persónum skil í mynd sem er aðeins 2,5 klukkutími að lengd. Á þessari fyrirmennasýningu var fólk reyndar látið lofa að mæla með þessari mynd útávið, eða halda kjafti ella.
Sumir eru bara ekkert góðir í að halda kjafti.

Niðurstaða þessarra tveggja bíóferða:
Gran Torino er betri. Mæli með henni.

Annars er lífið bara ljúft.
Enginn skóli fyrr en á mánudaginn og sól úti í dag.
Ljúft.