Monday, September 28, 2009

Í himnaríki?

Búin að vera ansi stíf keyrsla síðustu daga, og ekki laust við að bláa liðið væri orðið þreytt á setunni í bílnum eftir 13 tíma akstur í gær. Frá Denver, Colorado til Phoenix, Arizona.
Í dag er frí.
Hljómsveitin skiptist í 2 lið. Bláa liðið og hvíta liðið. Í bláa liðinu erum við stelpurnar þrjár og einn strákur. Í hvíta liðinu eru bara strákar (2). Svo er keppni hver vinnur. Það að vinna getur þýtt ýmislegt.
Á þessu ferðalagi er yfirleytt gist í heimahúsum hjá vinum og ættingjum hljómsveitarmeðlima. Aðbúnaður hefur verið mjög góður, og oft hefur maður hugsað með sér að hlutirnir gætu hreinlega ekki verið betri. Nú held ég að toppnum sé náð. Bláa liðið dvelur nú rétt fyrir utan Phoenix heima hjá fólki sem á RISAhús með RISAgarði. Hvíta liðið dvvelur annars staðar hér í Phoenix. Flestir nágrannarnir eru með hesta í garðinum. Ekki þetta fólk. Það er hins vegar með sundlaug með rennibraut og hval. Í dag er 105 stiga hiti á farenheit, sem samkvæmt Sóleyju er alltof heitt. Það er hins vegar ekkert of heitt þegar maður getur dýft sér í sundlaugina við og við, og annars setið í forsælunni með bjór í hönd. Í þessum rituðum orðum sit ég einmitt við sundlaugarbakkann.
Þetta er ansi hreint ljúft.
Bláa liðið vann örugglega í dag!