Wednesday, October 14, 2009

Ferðalög

Þá er komið að stuttu landfræðilegu yfirliti yfir ferðina mína til Ammríku. Heimsótti alls 20 fylki á rúmum fjórum vikum sem verður að teljast afbrags árangur. Sum þeirra voru meira að segja heimsótt oftar en einu seinni.
Hér verða upp talin þau fylki sem heimsótt voru, hversu oft (í sviga) og í hvaða borgum og bæjum var stoppað til að spila og/eða sofa:

-Washington (x2): Seattle, Tacoma, Spokane
-Idaho (x1)
-Montana (x1): Bozeman, Billings, Miles City
-North Dakota (x1): Oaks
-Minnesota (x1): Minneapolis
-Wisconsin (x3): Sveitin, Madison, Racine, Oshkosh
-Michigan (x1): Detroit
-Indiana (x3)
-Illinois (x4): Chicago
-Ohio (x2): Cleveland
-Pennsylania (x2): Pittsburgh
-New Jersey (x2)
-New York (x1): New York
-Iowa (x1)
-Nebraska (x1): Omaha
-Colorado (x1): Denver
-New Mexico (x1)
-Arizona (x1): Phoenix
-California (x1): San Diego, Los Angeles, San Francisco
-Oregon (x1): Portland

Þá er það upp talið.

Þetta var nú alveg töluvert ferðalag og voða gott að vera komin heim til sín í hversdagsleikann. Í heilar 6 vikur eða svo. Þá er komið jólafrí.

Í dag barst mér svo tölvupóstur þess efnis að ég ætti að fara til Finnlands í janúar/febrúar að taka þátt í .... einhverju á vegum skólans. Það er greinilegt að fólkinu í skólanum finnst betra þegar ég er einhversstaðar annarsstaðar en þar. Mér sýnist á öllu að þetta ...... dæmi eigi að taka alveg meira en viku.
Og nú ætla ég að fara að lesa gamla tölvupósta og gá hvort ég verði einhvers vísari um þetta Finnlandsdæmi. Rosa gaman að fá að taka þátt í svona ..... bara einhverju.