Rokk!
Suðvesturhorn Bandaríkjanna er tvímælalaust það mest framandi hingað til. Í Nýju Mexíkó eru borgir ósýnilegar. Maður sér bara skilti sem gefur til kynna að þar sé borg, en húsin eru alveg eins á litin og klettarnir og eru því ósýnileg mannlegum augum. Í Arizona eru eyðimerkurkaktusar. Alveg eins og í teiknimyndum. Og í Californiu eru pálmatré. Keyrðum meðfram landamærum Mexíkó. Þar er vel fylgst með því að Mexíkóar séu ekki að svindla sér yfir landamærin. Keyrðum framhjá 3 landamæravarðastöðvum og þurftum að gera grein fyrir ferðum okkar. Þó við værum ekkert að fara til Mexíkó. Spes.
Nú er ég í Los Angeles. Þar býr fræga og ríka fólkið. Fór á Santa Monica ströndina í gær. Sá enga strandverði hlaupandi um í rauðum sundfötum. Svik! Rúntuðum líka um Beverly Hills og Hollywood. Greinilega ekki fátækt fólk sem býr þar. Labbaði líka fram hjá kvikmyndatöku úti á götu í gær. Fáránlega mikið af fólki sem er í kringum svona batterí. Gisti á Hilton hóteli í miðbæ LA. Það er sundlaug á þakinu, en stundum er hún notuð í kvikmyndatökur og því lokuð. Nú er hún öllum opin. Gott mál.
Það fækkaði um 1 í Bláa liðinu í dag. Stelpan sem var með og seldi dót fór heim. Þarf að fara til annarra útlanda á morgun. Það verður skrítið að vera bara 3 í Bláa liðinu restina af ferðinni, en nú er ekki mikið eftir.
San Francisco á morgun, Portland á sunnudaginn , og keyrt til baka til Seattle þá um kvöldið/nóttina.
<< Home