Sambandsleysi
Internetsambandið í skólanum er alveg rosalega takmarkað þessa dagana þannig að nú er það bara bókasafnið.
Enginn veit hvað vandamálið er með tenginguna í skólanum og því veit enginn hvað þetta ástand á eftir að vara lengi. Ef það verður í marga daga á ég örugglega ekki eftir að blogga mikið á næstunni. Hef nefnilega næstum aldrei tíma til að yfirgefa skólasvæðið og bókasafnið er dáldið langt í burtu.
Það er semsagt brjálað að gera. Tók að mér smá aukavinnu á þriðjudaginn. Kenna í tónskóla hér í Hamar. Það er samt eiginlega of mikið að vera í skólanum frá 8 og fram eftir degi og fara svo að kenna fram á kvöld, þannig að ég vona að ég lendi ekki oft í að vera beðin um að vinna hér (get semsagt ekki sagt nei við svoleiðis löguðu hér, sérstaklega ekki þar sem það eru yfirleitt yfirmenn skólans míns sem koma og bjóða mér þessar vinnur).
Annars er bara stuð í útlöndum!
<< Home