Löng helgi
Íha. Búin með fyrstu skólaumsóknina. Kannski ekki seinna vænna. Hún á að vera komin í hendur viðkomandi skólayfirvalda fyrir hádegi þann 1. des. Og það er bara bráðum! Þetta er fáránlega fljótt að líða. Alveg að koma jólafrí bara.
Nú er löng helgi framundan (frí bæði laugardag of sunnudag) þannig að margir eru farnir heim. Þ.á.m. allir úr Húsi E nema ég. Partý í Húsi E!
Að öðru leyti er dagskrá næstu daga:
- Laugardagur: Bæjarferð (til Osló). Aðaltilgangur: jólagjafakaup.
- Sunnudagur: Tónsmíða leeeeeeengi og æfa sig soldið á lúðrana.
- Mánudagur: Ferðalag til Tynset. Tilgangur: tónleikahald
Ég veit eiginlega ekkert um Tynset nema að maður er 3 tíma að keyra þangað. Held að þetta sé bær einhversstaðar fyrir norðan. Við leggjum af stað um áttaleytið fyrir hádegi að staðartíma og komum til baka um miðnætti. Í millitíðinni spilum við tvenna tónleika í Tynset. Ég fæ að spila í bæði lúðrasveitinni og stórveitinni á samtals þrjá lúðra. Gaman að því.
<< Home