Tuesday, November 29, 2005

Tónleikaferð dauðans

var í gær. Helmingur nemenda skólans var sendur í ferðalag til Tynset til að spila tvenna tónleika. Það eina sem flestir vissu um Tynset var að það tæki u.þ.b. 3 tíma að keyra þangað. Annars hefði þetta alveg eins getað verið eitthvað oná brauð (hefði svosum alveg geta verið eitthvað oná brauð sem var geymt 3 klukkutíma í burtu). Komumst að því eftir tæplega fjögurra tíma akstur að Tynset er bær. Fengum líka að vita það þegar við vorum komin á staðinn að þessi tiltekni staður er með þeim kaldari á landinu. Það var 12 stiga frost. Allar upplýsingar voru gefnar mað stysta mögulega fyrirvara. Fengum t.d. ekkert að vita klukkan hvað neitt ætti að ske fyrr en það gerðist. Dæmi: “Jæja krakkar. Nú eru tónleikar eftir 5 mínútur. Allir tilbúnir?” Mjög spennandi allt saman. Þetta varð langur dagur. Keyrt í 4+3 tíma (af einhverjum ástæðum tók klukkutíma styttri tíma að keyra til baka). Og spilaðir tvennir tónleikar í millitíðinni.
Það mest ógnvekjandi við þetta er þó að um mánaðarmótin janúar-febrúar verður farið í 4 eða 5 daga tónleikaferð, og þá verður keyrt svona helmingi meira á hverjum degi (allt að 10 tíma skilst mér) og haldnir fleiri tónleikar. Skil ekki alveg hvernig fólk á að geta lifað það af.
Það er samt óneitanlega mikið stuð að sitja fremst á æfri hæðinni í tveggja hæða rútu. Bjargar algerlega svona löngum ferðalögum. Og við fengum frí í tveim fyrstu tímunum í morgun af því að við komum svo seint heim. Ég þurfti reyndar að mæta í tónsmíðatíma í 1. tíma þannig að ég fékk ekkert frí. En það var nú bara gaman að því.

Fór til Osló á laugardaginn og keypti slatta af jólagjöfum. Og slatta af dóti handa sjálfri mér. Meðal annars skófatnað allra tíma. Held ég eigi varla eftir að skilja þennan skóbúnað við mig það sem eftir lifir vetrar.

Er líka búin að vera dugleg að tónsmíða og sækja um skóla. Búin að senda eina umsókn og sú næsta fer í póst á morgun (vonandi). Tónsmíðaði nýjan 2. kafla í strengjakvartett á sunnudaginn þar sem tónsmíðakennarinn drap þann gamla. Það var reyndar ekki mikill missir. Hann var hundleiðinlegur (fyrsti 2. kaflinn altso).