Thursday, January 19, 2006

Nýtt ár - Þorrablót

Þessa dagana eru flestir nemendur skólans að æfa sig í tónfræði og tónheyrn flestum stundum. Bráðum er nefnilega tónfræðagreinahlutinn af inntökuprófinu í tónlistarháskólann í Osló. “Bráðum” er nánar tiltekið eftir um 12 klukkutíma. Af einhverjum ástæðum nennti ég ekki að undirbúa mig neitt verulega undir þetta próf. Kannski vegna þess að ef við náum ekki þessu prófi fáum við annan séns í mars. Vona nú samt að ég hafi þetta í fyrstu tilraun.

Annað kvöld er nýárssamkvæmi nemenda skólans (haldið utan skólasvæðis til að geta haft fyllerí). Ekki veit ég hvar í heiminum nýtt ár byrjar á morgun, en ég veit hins vegar að á morgun er bóndadagur, sem er yfirlýstur fylleríisdagur hjá mörgum Íslendingum.

Gleðileg þorrablót kæru Íslendingar.