Thursday, August 31, 2006

Það er of gott veður þessa dagana

til að vera inni. Ef veðrið fer ekki að versna bráðum neyðist ég til að sitja inni að læra meðan það er 20 stiga hiti og sól utandyra. Það er ekki gaman. Er farin að finna átakanlega fyrir því hvað er langt síðan ég þurfti eitthvað að vera að læra heima. En þetta árið verður ekki hjá því komist. Og ég verð eiginlega að byrja STRAX. Þau heimaverkefni sem ég er búin að fá eru ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar, og þeim á að skila í næstu viku. Flestum.

Á næstu dögum (kannski á morgun) hyggst ég birta hér yfirlit yfir þá kúrsa sem ég er byrjuð í. Þar kennir sko ýmissa grasa.