Veðurfar og hversdagsleiki
Í gærmorgun var myrkur úti þegar ég vaknaði. Það á ekki að geta gerst þegar maður býr í Útlandinu. Útlendingar eru nefnilega stundum sniðugir. Þeir breyta bara klukkunni þegar það er orðið of dimmt á morgnana. Reikna fastlega með að þeir breyti klukkunni aðafaranótt næstkomandi sunnudags.
Annars var líka myrkur í eiginlega allan dag. Og rigning. Og skítakuldi. Greinilega að koma vetur. Þá fer ég í lopapeysu.
Í dag smíðaði ég borð og stóla (úr IKEA). Það gekk vonum framar.
Er komin í helgarfrí, en þessi helgi mun fara í að vinna upp heimaverkefni síðustu tveggja vikna (missti dáldið úr útaf Íslandsför) og reyna að drullast til að klára klarinettulagið.
<< Home