Friday, October 27, 2006

Inni með Ingó

Er búin að vera að semja klarinettulagið í allan dag. Samt ekki alveg búin. Klára vonandi á sunnudaginn. Ég og nýji fjölskyldumeðlimurinn (Ingó Eldhúsborð) erum semsagt búin að vera heima í allan dag. Á morgun þarf ég að fara upp í skóla að gera rafdót og æfa mig á píanóið. Þá fer ég allavega aðeins út fyrir dyr.

Langar mest af öllu til að vera í Vestmannaeyjum núna með Sóleyju og fleirum. En ég verð bara að fara þangað seinna. Ruglið að búa í þessu Útlandi. Maður missir af fullt af skemmtilegu.

Annars eru fréttir dagsins án efa þær að 47 nemendum úr skólnum sem ég var í í fyrra var vikið úr skóla tímabundið vegna áfengisneyslu. Þetta mun vera um þriðjungur allra nemenda skólans. Jón rektor er örugglega ekkert smá pirraður núna. Hef bara eitt að segja um þessa blessuðu nemendur. Djöfull eru þau heimsk ....