Saturday, October 28, 2006

Rafdót

Hef nú komist að því að ég get sennilega sofið endalaust. Vaknaði við vekjaraklukkuna í morgun eftir 12 tíma svefn (ekki í fyrsta skiptið í þessari viku). Flestir verða sloj af að sofa svona lengi, en ég verð bara hress. Var dugleg og labbaði í skólann og gekk alveg yfirnáttúrulega illa með rafdót-verkefnið. Get nefnilega verið alveg ævintýralega treg þegar kemur að samskiptum við tölvur og annað rafdót. Gengur bara betur næst. Eða eitthvað. Nenni ekki alveg að pirra mig yfir þessu. Gekk allavega vel með önnur verkefni og æfingar á ýmis hljóðfæri. Það er þó eitthvað.

Á morgun er stefnan að klára klarinettulagið. Eins gott að það gangi betur en rafdót-verkefnið.