Saturday, January 06, 2007

Skýrsla ársins 2006

Hér kemur listi yfir helstu persónulegu áfanga ársins 2006.

Ferðalög:
a) Milli landa: Ísland-Noregur-Svíðþjóð-Noregur-Ísland-Noregur-Ungverjaland-Noregur-Ísland-England-Ísland-Noregur-Ísland-Noregur-Ísland.
b) Innalands: 3 ferðir til Egilsstaða og 2 til Vestmannaeyja. Styttri ferðir voru örugglega einhverjar.

Búsetur:
1) Hús E í Fellabæ Noregs
2) Lítil og sæt kjallaraíbúð í 101 Reykjavík
3) Gettó Noregs, í úthverfi Oslo
4) Ponsulítil og frábær íbúð í miðbæ Oslóborgar

Skólar:
1) Toneheim folkehögskole, vorönn
2) Norges Musikkhögskole, haustönn

Vinnur:
a) Skólahljómsveit Vesturbæjar og miðbæjar: Túbuleikur og æfingastjórnun á ferðalögum sveitarinnar
b) Listaháskóli Íslands: Uppröðun og ýmis skipulagning á plötusafni Halldórs Hansen.
c) Útgáfufélag Glettings: Ýmis skrifstofustörf
d) Héraðsverk: Ýmis skrifstofustörf

Íþróttir stundaðar á árinu:
1) 3 magaæfingar og 2 armbeygjur í Húsi E á fyrri hluta árs
2) 1 fótboltaleikur í fullri lengd (án hlés) spilaður í Englandi snemmsumars.
3) Fullt af magaæfingum (30) í æfingabúðum skólahljómsveitarinnar í lok nóvember. Magaæfingakeppnin unnin.

Misstæðast á árinu:
Dagarnir þrír sem ég var ekki á ferðalögum eða að flytja.

Skemmtun ársins:
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Þetta sýnist mér nokkuð tæmandi listi yfir atburði ársins. Merkilegast verður að teljast þessi gríðarlega íþróttaiðkun á árinu. Eins er ferðalagalistinn merkilegur fyrir þær sakir að undirrituð hefur sérlega lítið gaman að ferðalögum.

Gleðileg jól (betra er seint en aldrei) og vonandi hafið þið það gott á árinu sem nú er gengið í garð.

Bráðlega birtist hér sambærilegur listi yfir atburði jólafrísins.