Sunday, November 11, 2007

Hress gaur

Eins og sönnum Íslendingi sæmir hef ég fylgst með laugardagslögunum á RÚV, með hjálp alnetsins. Mér sýnist að það þurfi eitthvað mikið að ske til að Barði vinni þetta ekki með hæ hæ og hó hó laginu sínu. Fyndið lag með hljómborðssólói allra tíma. Eins finnst mér að Barði þessi ætti að hljóta titilinn Hressigaur ársins.

Skóli á morgun. Næstsíðasta kennsluvika þessa árs að hefjast. Já, tíminn líður. Misskildi eitthvað þetta með opnu vikuna. Hún var ekkert í síðustu viku. Það var næstum enginn sjáanlegur í skólanum þó það væri kammermúsíkvika. En ætli menn hafi ekki bara verið að æfa sig í hinum ýmsu kennslustofum. Og svo var hellingur af tónleikum, sem fóru algerlega framhjá mér.

Opna vikan byrjar semsagt á morgun, og þá er líka venjuleg kennsla. Það verða þá nokkurhundruð gestir til viðbótar við nemendur skólans. Allt í lagi með það. Nóg pláss í þessum skóla fyrir alla.