Monday, November 19, 2007

Montblogg?

Ætlaði að skrifa mont-blogg, þar sem ég er búin að vera svo dugleg að tónsmíða uppá síðkastið. Búin að gera eitt stuttverk fyrir sinfóníuhljómsveit (3 mínútur af sinfóníu-lagi er samt alveg fullt af nótum) og eitt rúmlega helmingi lengra lag fyrir kór.

Í gær fékk ég fyrirspurn um hvort ég væri að verða búin með lúðrasveitarlagið. Ég er ekki búin með það. Ekki einu sinni byrjuð. Einhvernvegin hafði það alveg farið framhjá mér að ég ætti að vera að semja lúðrasveitarlag, sem á víst að flytja í byrjun febrúar. Þannig að ... sjitt? Já.

Þessi bloggfærsla breyttist því skyndilega úr “mont-bloggi” í “konan-sem-er-greinilega-ekki-alveg-með-hlutina-á-hreinu-blogg”. En ef ég næ að klára það fyrir mánaðarmótin, verð ég búin að gera 1 sinfóníulag, 1 kórlag og 1 lúðrasveitarlag á einum mánuði. Það er mikið.

Stefni á að vera búin með fyrsta uppkast að lagi fyrir lúðrasveit fyrir tónsmíðatímann minn á föstudaginn.

Og þá er best að spýta í lófanan. Nú er þetta orðið keppnis...