Veðrið skiptir máli
Veðurfarið hefur verið með besta móti hér í haust. Hérlendum finnst þeir eiga það fullkomlega skilið þar sem sumarið var víst heldur leiðinlegt (rigning í nánast allt sumar). En síðan ég kom í ágúst, hafa regndropar sem fallið hafa á jörðina verið mög fáir. Nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Sólin hefur látið sjá sig flesta daga og vindur er óþekkt fyrirbæri í útlöndum. Semsagt, frábært. Það er eitthvað dásamlegt við að geta vaknað á nánast hverjum einasta morgni, litið út um gluggann og hugsað: Jeij! Sól! Það munar sko heilmiklu skal ég segja ykkur. Veðrið skiptir máli!
Nú er bara ein venjuleg kennsluvika eftir af skólanum (og já, ég er alltaf komin í helgarfrí á fimmtudögum, liggaliggalái), og svo er eitthvað smotterí eftir það. Eitthvað píanójóladæmi þar sem þeir sem hafa píanó sem aukahljóðfæri spila fyrir hverja aðra. Þar á ég reyndar að spila á lúður. Píanókonunni fannst bara of leiðinlegt að hafa á annan tug misvel spilaðra píanólaga, þannig að þeir sem kunna á eitthvað annað spila á það. Og svo er skriflega lokaprófið í tónheyrn líka fyrir jól. Ef ég næ því, þarf ég aldrei aftur að fara í skriflegt tónheyrnarpróf. Það væri nú gaman. Ætla mér svo að drífa mig til Ísl strax að tónheyrnarprófi loknu. Það mun vera 5. des.
Þar með er ég búin að rita hér allt sem gerist fram að jólum .... eða svona flest.
<< Home