Rýrnun
Fór á síðustu lúðrasveitaræfinguna sem ég kemst á fyrir áramótin, í gær. Það var löngu orðið ljóst að ég gæti ekki verið með á jólatónleikunum, þannig að það var búið að finna fyrir mig staðgengil sem ætlaði að leysa mig af bæði í kvartettinum og lúðrasvetinni. Gott mál.
Í gær ákvað síðan baritónsaxófónleikarinn að brjóta á sér hendina. Hann spilar sennilega ekkert næsta mánuðinn. Og sá sem ætlaði að leysa mig af verður sennilega ekki á svæðinu á umræddum tónleikum. Það varð semsagt gríðarleg rýrnum í saxófóndeildinni í gær. Frekar fúlt þar sem við erum búin að monta okkur óhóflega af því síðasta mánuðinn hvað við erum ótrúlega dugleg að æfa okkur saman...
<< Home