Saturday, December 01, 2007

Innivera

fyrir framan tölvuskjá hefur einkennt síðustu daga. Og það gengur bara vel.

Í dag ákvað ég að drífa mig uppí skóla og æfa mig aðeins á píanóið, mér til ánægju og yndisauka. Veðrið er reyndar ekki uppá marga fiska þessa dagana. Dimmt og rigning, en þá er jafnframt ástæða til að fara út í röndóttu gúmmístígvélunum og hoppa í nokkra polla. Og það er nú ekki leiðinlegt.

Að öðru:

Út er komin geislaplata í tilefni 85 ára afmælis Lùðrasveitar Reykjavíkur. Á plötu þessari má finna tvö lög eftir mig sjálfa auk verka eftir nokkra minna fræga kalla, einsog t.d. Charles Ives, Pál Pampichler Pálsson og Áskel Másson.
Plötu þessa má nálgast í verslun Tólftóna (í mjög takmörkuðu upplagi) og hjá nokkrum útvöldum aðilum.

Ég reikna að sjálfsögðu með að þið lúðrafólk sækið mig á Kebblavíkurflugvöll á miðvikudaginn og afhendið mér formlega eintak af plötunni … og blóm.

Takk.


P.S. Það er kominn desember og Sigga amma á afmæli í dag. Hún er 85 ára, alveg eins og lúðrasveitin. Til hamingju með daginn amma.