Friday, January 11, 2008

Kom heim í Útlandið

á mánudaginn.

Búið að vera klikkað að gera síðan ég kom. Er í næstum helmingi fleiri fögum þessa önn en þá síðustu, og þar sem hér eru flestir áfangar próflausir eru heimaverkefnin eftir því. Mörg.
Og mér sem fannst svo fínt að hafa þetta afslappað eins og síðstu önn. En jæja, ég get allavega huggað mig við að þetta er síðasta önnin sem ég þarf að vera í svona fáránleg mörgu.

Áhugamálið er líka farið að taka meiri tíma en efni stóðu til. Hellingur af aukaæfingum fram að lúðrakeppninni í mars, og einhverjar jólatrésskemmtana-spilamennskur þar á milli (til fjáröflunar fyrir bandið). Hérlendir virðist teygja jólavertíðina langt fram eftir janúar. Er búin að spila á tveimur jólaskemmtunum í þessari viku og það var alls ekki svo slæmt, en tímanum hefði kannski verið betur varið í annað akkúrat þessa vikuna. Og svo er auka-lúðraæfing stóran hluta af morgundeginum.

Náði að pakka upp úr töskunni, en það var kannski bara tímasóun þar sem næsta ferðalag hefst eftir tæpar tvær vikur .... Nei annars. Það er betra að hafa hlutina á sínum stöðum. Þó stutt sé.

Semsagt. Brjálað að gera og enginn tími fyrir eftirjólaþunglyndið.