Friday, December 14, 2007

Óveður?

Komin til Egilsstaðaborgar. Akstur frá höfuðborgnni gekk gríðarvel. Sá tvo hreindýrahópa, og keyrði ekki á neitt þeirra. Keyrði reyndar á einn lítinn fugl. Skammaðist mín ekki einu sinni fyrir það. Er sennilega að breytast í samviskulausan morðingja.

Í dag berast fréttir af óveðri miklu á suðvesturhorninu (hef reyndar heyrt að þær fréttir séu stórlega ýktar). En hvernig er veðrið hér í höfuðstað Austurlands?
Það er manndrápshálka. Ráðlegg engum sem staddur er hér að fara út fyrir dyr. Manndrápshálka er óþekkt fyrirbæri í öðrum þéttbýlum. Þetta er svell sem nær yfir allar götur, gangstéttir og nálæg svæði. Svo er smá rigning og vindur. Litlir lækir renna víða yfir svellinu og ef það kemur vindkviða sem er mælist 5 metrar á sekúndu eða meira, þá ertu fokinn eitthvert sem þú átt alls ekki að vera (t.d. út á miðja götu). Hálka að þessu tagi er mjög algeng hér á bæ. Svellið hverfur sko ekkert á nokkrum dögum. Það geta liðið vikur, eða jafnvel mánuðir þar til hægt verður að fara út án þess að setja sig í lífshættu.
Þurfti að skreppa í Kaupfélagið áðan og hugði ekki nægilega vel að mér (var með gleraugu). Lenti í bráðum lífsháksa vegna hálku og sá næstum ekkert vegna rigningar á gleraugum. Datt samt ekki. Heppni.

Að mínu mati er mun varhugaverðara að vera á ferli utandyra í Egilsstaðaborg heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju er ekki varað við því í fréttum allra landsmanna?

Mér er spurn.