Monday, January 14, 2008

Mánudagur

Þetta er búinn að vera aldeilis dandala góður mánudagur. Notaði helgina gríðarlega vel. Lærði, á milli þess sem ég æfði og djammaði með lúðrasveitinni, og gekk bara nokkuð vel á öllum sviðum. Nema kannski djamminu. Var frekar þreytt.

Tókst að gera tvennt frábært í dag:
1. Gera verkefnið í upptökukúrsinum. Er stundum ótrúlega tæknilega heft, en í dag gekk nokkuð vel.
2. Skila af mér verkefni í suðkúrsinum. Í þetta sinn áttu allir að greina sama verkið með þar til gerðum suð-táknum, og kynna sína greiningu í tímanum í dag. Ég var með áberandi langbesta verkefnið (að eigin mati). Það kom gríðarlega á óvart þar sem:
a) Mér leiðist suðkúrsinn.
b) Ég missti af fyrirlestrinum þar sem verkefni þetta var útskýrt.
Er steinhætt að hafa áhyggjur af því að ég missi af næsta tíma í suðkúrsinum. Greinilega alveg nóg að mæta í annað hvert skipti.

Í dag fékk ég líka verkpöntun frá ókunnugum aðila. Það hefur aldrei gerst áður.

Mánudagar geta líka verið góðir.