Friday, February 29, 2008

Gleðilegan aukadag

Ef það er einhver dagur sem maður má eyða í vitleysu, er það dagurinn í dag.
Hann er auka.

Fullt að gerast þessa dagana:
-Endalaust mörg lúðra-dæmi (æfingar og keppnir) fram yfir næstu helgi.
-Vetrar(ó)hljóðahátíð í skólanum, sem ég reyndar hundsaði algerlega undir yfirskini þögulla mótmæla af minni hálfu. Góð hugmynd það. Mótmælti líka smá í sumum tímum í skólanum. Það var sko mótmælavika (bara hjá mér reyndar). Fólk á ekki að fá að vaða uppi með heimskulegar hugmyndir á þess að neinn mótmæli þeim. Já, verkefnið "að-fá-allt-sem-ég-vil-í-skólanum" er komið á fullt skrið.
-Á mánudaginn eru einmitt Tímamótatónleikar áðurnefnds verkefnis. Þá munu tónsmíðanemar leiða saman hesta sína og sýna fram á að þeir geti alveg haldið (vonandi frábærlega vel heppnaða og fjölsótta) tónleika upp á eigin spýtur. Allir að mæta!
Markmiðið er að slíkir tónleikar verði gerðir að skyldufagi, og því fylgi þá aðstoð æðri máttarvalda (yfirmanna tónsmíðadeildar-sem að mínu mati eru engan vegin að standa sig í að kynna starfsemi tónsmíðadeildar fyrir gestum og gangandi) við skipulagningu tónleikanna.

Það er margt í gangi.

Gaman að því.