Nýir tímar
Þá er búið að breyta í sumartíma, snjórinn er farinn og vorið á næsta leyti (byrjar á þriðjudaginn, nánar tiltekið).
Finnst alltaf með ólíkindum að allir skuli muna eftir því einn daginn að breyta klukkunni. Ekki margt sem minnir á þann atburð. Stendur reyndar með pínulitlum stöfum á dagatalinu “sumartími byrjar”, en hver er að rýna í dagatalið á hverjum degi?
Þannig að nú er ég tveimur tímum á undan ykkur hinum. Nema ykkur, Unnar Geir og Sivin, er ég einum tíma á undan og þér, Sóley, er ég svo mörgum tímum á undan að ég kann ekki að telja uppí svo mikið.
<< Home