Nóg komið
af lúðrasveitardóti í bili.
Og þá er allt í einu komið frí í skólanum líka. Engin kennsla að ráði í þessari viku vegna inntökuprófa, og þá taka við tvær vikur af páskafríi. En uppsöfnuð verkefni eru ærin. Vona bara að ég nái að klára sem mest í þessu fríi (sem verður kannski ekkert svo mikið frí eftir alltsaman). Ýmis skólaverkefni sem hafa setið á hakanum alltof lengi. Nánar tiltekið, síðan ég var á Íslandi síðast. Maður er bara að breytast að í hálfgerðan tossa. Sveimérþá.
Það þýðir ekki lengur. Nú skulu ermar upp brettast.
Fór í stutta heimsókn í skólann í dag til að fræðast um hörpuleik. Varð öllu fróðari eftir þá ferð. Hitti í leiðinni 1 kunnulegan Íslending sem er að sækjast eftir inngöngu í skólann. Loksins! Eftir að hafa verið eini alvöru Íslendingurinn í skólanum í næstum tvö ár, eru loksins blikur á lofti um að samlöndum mínum fjölgi um 100%. Vona að hún fái inngöngu og hefji hér nám næsta vetur.
Þá yrði kominn markaður fyrir Íslendingafélag í skólanum. Það er eiginlega ekki hægt að vera 1 í félagi...
<< Home