Monday, March 10, 2008

Þrándheimur

er frábær staður að vera á!

Skemmtileg blanda af Vestmannaeyjum og Gautaborg.

Það tekur reyndar dáldið langan tíma að komast þangað, en 7 tímar lest er ekkert miðað við 3 tíma í Herjólfi.

Bjó á flottasta hóteli sem ég hef séð. Yfir hundrað ára gamalt, með gosbrunni og 6 metra lofthæð í morgunverðarsalnum. Dáldið eins og klippt út úr Harry Potter bók. Endalaust miklir ranghalar og örugglega milljón herbergi. Það furðulega var að hótelið var bara þrjár hæðir að utan, en allavega sjö að innan.... Merkilegt.

Lentum í fjórða sæti í keppninni. Vel af sér vikið. Annars fór furðu lítill tími í að lúðranördast. Hlustaði bara á eina lúðrasveit, og þá var ekki tími fyrir meira lúðranörd vegna partýja. Náði fjórum fyrirpartýjum fyrir ofur-lúðrapartýið (sem innihélt 80 lúðrasveitir). Að því loknu héldu einhverjir áfram djammi í ýmsum eftirpartýjum. En ég ákvað að láta staðar numið eftir 12 tíma af partýhöldum.

Náði svo að túristast smá á sunnudeginum fyrir heimferð.

Hafði aldrei skilið af hverju sumir krakkar sem ég hef kynnst hér ytra vildu frekar búa í Þrándheimi en Osló. Nú skil ég það. Þrándheimur er klárlega staðurinn til að vera á.