Listi
Þar sem fyrirliggjandi verkefni eru of mörg til að ég geti munað þau öll í einu verð ég að gera lista. Til að hann týnist nú örugglega ekki, ætla ég að hafa hann hér á blogginu mínu.
Þetta er ég búin að gera:
- Taka upp saxófón og gítar-lagið.
- Klippa og mixa ofangreint lag.
- Afla nauðsynlegra upplýsinga um hörpuleik.
- Byrja á lagi fyrir hörpu og slagverk.
Þetta á ég eftir að gera:
- Lag fyrir saxófón og rafhljóð, fyrir 1. apríl (þarf ekki að vera gott)
- Halda áfram (helst klára) hörpu og slagverks-verkið. Mikilvægt. Byrja á því.
- Gera næsta bút í píanósónötu, eftir ströngustu mögulegu reglum (tónsmíðatækni).
- Tónheyrnarritgerð. Fáránlegt verkefni. Geri þetta á síðustu stundu. Illa. Það var örugglega eitthvað fleira sem átti að gera í tónheyrn. Nenni ekki einu sinni að gá hvað það er (hvað þá að gera það). Og ég sem hélt að metnaður minn fyrir þessu fagi gæti ekki orðið minni.
-Útsetja 1 lag fyrir saxófónkvintettinn minn. Þarf fyrst að gá hvursu góður baritónsaxófónleikarinn er á flautu. Geri það á mánudaginn.
-Æfa með saxófónkvintettinum. Á mánudaginn.
-Æfa mig á píanóið. Lokapróf á píanó í vor.
-Gera greiningu fyrir suðkúrsinn. Á einu af mínum eigin verkum... Þar sem ég á ekkert sem gæti passað fyrir slíka greiningu stefni ég á að greina saxófón og rafhljóð-verkið. En það er ekki til ennþá.
-Þrífa heimilið áður en það veldur heilbrigðisvandamálum. Um helgina semsagt.
-Finna mér sumarvinnu.
-Gera tónlist fyrir 1 barnaleikrit.
-Gera byltingu.
Þetta er það sem mig langar til að gera:
-Lesa Arnald. Er á góðri leið með að eignast allar bækur Arnaldar Indriðasonar. Á norsku.
-Prjóna.
-Huga að samstarfi með hinum frábæra dúett "Zwei Knaben bitte".
Já. Það er nóg að gera á litlu heimili.
<< Home