Friday, March 21, 2008

Pásk

Þá er páskahátíðin upp runnin.

Ætlaði að fara í píslargöngu í tilefni dagsins, en ákvað svo að ég vildi ekki vera písl og hélt mig heima.

Páskahret er greinilega ekki séríslenskt fyrirbæri. Hér ytra hefur ekki komið snjór í allan vetur, en í gær snjóaði. Og það er enn snjór. Það er hin eiginlega ástæða fyrir að ekkert varð úr áðurnefndri píslargöngu, en gönguskíðaóðir Norðmenn hafa sennilega hoppað hæð sína í loft upp af ánægju yfir snjónum.

Í stað þess að skella mér á gönguskíði eins og óður Norðmaður, gerði ég skattframtalið mitt eins og sannur Íslendingur. Eða öllu heldur þann hluta framtalsins sem mér bar að fylla út. Vísaði því svo aftur heim til föðurhúsanna.

Vil hér með nota tækifærið og óska vinum, vandamönnum og öðrum lesendum þessarar bloggsíðu, nær og fjær, gleðilegra páska.