Þýð
Þá virðist vorið loksins komið til að vera, og samkvæmt veðurspánni byrjar sumarið í næstu viku.
Tókst í dag á við verkefni sem fólst í að snara íslenskum texta yfir á norsku. Fékk ágætis æfingu í formlegum bréfaskriftum á útlenskunni í tengslum við Byltinguna. Eini munurinn á þeim bréfaskriftum og þessu verkefni var að þá skrifaði ég í samvinnu við tvo ritsnillinga með fullkomnunaráráttu (semsagt; þau skrifuðu á milli þess sem þau rökræddu hvernig best væri að orða öll smáatriði í textanum, á meðan ég reif kjaft og sagði þeim hvað ætti að standa í bréfinu. Sanngjörn verkaskipting). Í dag reyndi á eigin snilligáfu í hinu erlenda máli. Held ég hafi komist nokkuð vel frá þessu, en fullkomnunaráráttan verður að fá að bíða betri tíma. Finnst ég samt hafa lært helling af Byltingarbréfaskriftunum. Byltingin borgar sig greinilega.
Textaþýðing þessi var í tengslum við lúðrafund sem mun taka alla helgina. Spennandi helgi framundan.
Þessa dagana er ég samt aðallega að bíða eftir svari frá einum aðila til að geta skipulagt sumarið.
<< Home