Saturday, April 12, 2008

Eitthvað að ske?

Nei.

En ætli maður riti ekki nokkur orð eigi að síður.

Slæmar fréttir:
-Slydda í morgun þegar mér var litið út um gluggann.
-Kvef, eflaust að tilefni þessarar vetrarframlengingar.

Góðar fréttir:
Allt annað.
-Byltingarundirbúningur gengur vel.
-Skólinn gengur vel.
-Og lífið gengur almennt séð bara vel.

Fór á sinfóníutónleika í gær.
Þeir byrjuðu verulega illa en enduðu að sama skapi brjálæðislega vel.
Snjallt að lauma að ótrúlega hundandskoti leiðinlegu norsku nútímaverki í byrjun svona tónleika. Maður fyrirgefur það alveg þegar restin af tónleikunum er jafn fjölbreytt og frábær og raun bar vitni. Hápunktur tónleikanna var tvímælalaust þrjú lög eftir Frank Zappa, sem flutt voru í lokin. Snilld.
Mæli með að allar sinfóníuhljómsveitir geri það að árlegum viðburði að flytja Zappa-lög á tónleikum. Er hann eitthvað minni klassík en t.d. Mozart, í nútímasamfélagi?