Suðtónleikarnir
gengu vel.
Einum of vel.
Það virðist vera ávanabindandi að gera suð, þannig að nú er ég að hugsa um að verða suðtónskáld. Veit ekki hvursu sniðugt það er.
Ætla nú samt að láta mér nægja að nota suðhæfileikana í eitt verkefni í næstu viku, og leggja svo þessa einstöku hæfileika mína á hilluna. Gætu samt komið sér vel seinna meir...
Suðtónleikarnir voru líka lokaprófið í ákveðnum tveggja ára kúrsi. Það er ekki mikið verið að gefa einkunnir í þessum skóla, en ég fékk að vita strax að tónleikum loknum að ég stóðst prófið. Með glæsibrag.
Í vikunni er ég líka búin að halda fyrirlestur um suð (annað lokaverkefni) og fara á ballettsýningu með suðtónlist (sjálfviljug).
Þetta stefnir ekki í neitt gott hvað suð varðar.
Á morgun er hins vegar saxófónkvintettæfingadagur.
Þar verður sko ekkert óþarfa suð. Bara lög.
<< Home