Sunday, May 04, 2008

Lag um lag

Eignaðist nýtt uppáhaldslag í gær. Það er samt eiginlega saga um lag. Lag þetta var víst mjög vinsælt meðal norskra barna á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta er einstaklega venjulegt lag um strák sem semur lag sem allir blístra og humma og syngja. En þrátt fyrir að lagið sé svona venjulegt, þá er eitthvað við það.... og textinn er fyndinn. Ég er allavega búin að hlusta á það svona áttaþúsund sinnum í dag, og er ekki komin með leið á því. Ætla að nota það í síðasta suðverkefnið, sem skal skilað á þriðjudaginn. En suðinu verður þó stillt í hóf. Sagan um lagið (og lagið sjálft auðvitað) verður að heyrast.

Saxófónkvintettæfingin í gær var góð, og teygðist svo ansi langt í annan endann. Því er maður kannski ekki með hressasta móti í dag. En lagið um lagið er svo frábært að sjálfsvorkun er víðsfjarri.

Snemma að sofa í kvöld. Ójá.