Sól
Búin að vera brjáluð blíða síðustu daga. En síðasti blíðudagurinn í bili er víst á morgun, samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Kannski eins gott. Þá hættir maður kannski að slæpast úti mestallan daginn.
Neinei. Ég er búin að vera dugleg að gera dót inni. Sibeliusið fór yfirum í vikunni. Vildi ekki láta heyrast neitt í sér allt í einu. Ekki gaman. Tók marrrga klukkutíma að laga það nokkurnvegin. Og ég læt það duga í bili. Laga það kannski almennilega síðar, ef það lagar sig ekki sjálft (þetta bilaði jú sjálfkrafa, þannig að af hverju ætti að það ekki að lagast af sjálfu sér?).
En veðrið hér ytra næstu vikuna skiptir mig nú ekkert sérstaklega miklu máli. Er að koma á Íslandið á miðvikudaginn. Ef einhver vill hittast í höfuðborginni miðvikudags seinnipart/kvöld eða á fimmtudaginn, er viðkomandi beðinn um að láta vita af sér. Verð með sama símanúmer og venjulega meðan ég verð á landinu, og svo má skilja eftir skilaboð hér neðanmáls allan sólarhringinn. Verð í Vestmannaeyjum föstudag til sunnudags. Haldið ytra mánudaginn þareftir. Eldsnemma.
<< Home