Sunday, April 27, 2008

Lúðr og suð

Lúðratónleikarnir í gær gengu vonum framar. Túbuleikari fór á kostum í stykkinu mínu, og ég hef aldrei séð hljómsveitarstjóra svitna eins mikið og gaurinn sem stjórnaði síðasta verkinu á tónleikunum (vorum með tvo stjórnendur í þetta skiptið, þar sem þetta var samstarfsverkefni með annarri lúðrasveit).
Það þurfti svo auðvitað að halda upp á þetta alltsaman eitthvað fram á nótt. Því er maður pínu slompaður í dag.

Tókst nú samt að hafa tvær velheppnaðar generalprufur á suðtónleikunum mínum áðan. Komst að því að þeir geta ekki orðið styttri en 20 mínútur, sem er gott, þar sem það er lágmarkslengd tónleikanna.
Á morgun verður svo spennandi að sjá hvort þetta virki þegar allt rafdraslið hefur verið flutt á bókasafnið.

Hér eru nokkur atriði sem gætu komið upp á:
- Rafmagnið fer (mjög líklegt)
- Einn eða fleiri hátalarar springa í loft upp (frekar líklegt)
- Pirraður samnemandi ræðst á mig vegna þess að hann fær ekki frið til að einbeita sér að mikilvægu verkefni fyrir suði á bókasafninu (nær öruggt)

Já. Það er ekki hættulaust að vera suðtónskáld.
Læt vita hvernig fer. Bíðið spennt.